top of page

FORSÍÐA
Reynslu
NETIÐ
Baklandið og hugmyndafræðin





1/6
Markmið og tilgangur
Að baki RBÍ standa aðilar sem telja að leiðsögn geti hjálpað stjórnendur minni og meðalstórra fyrirtækja og sprotafyrirtækja í atvinnulífinu við að ná meiri og betri árangri og hraðar.
Það er víða til mikil vannýtt reynsla og þekking og síðan eru margir aðilar sem hafa áhuga á að leggja sitt af mörkum til stuðnings atvinnulífinu. RBÍ stuðlar að því að koma á sambandi milli þessa aðila.
-
Markmiðið með RBÍ er endurbyggja hraðar upp viðskiptalífið eftir covid.
-
Tilgangurinn með RBÍ er að nýta þekkingu og reynslu eldri stjórnenda til að efla og styrkja atvinnulífið.
Fyrirtæki geta óskað eftir liðveislu og gert síðan í framhaldinu samning við RBÍ um að fá leiðbeinanda sem hentar í viðkomandi verkefni. Vegna núverandi efnahagsástands verður þessi þjónusta ókeypis til að byrja með.
Sjá grein frá árinu 2015 eftir einn af stofnendum RBÍ.
Allir sem skrá sig sem leiðbeinendur hjá RBÍ eru metnir varðandi reynslu og þekkingu og flokkaðir niður samkvæmt þessu inn á þá rekstrarþætti þar sem þeirra styrkleikar liggja.
Þegar umsókn um liðveislu berst til RBÍ er hún greind varðandi þörf á þekkingu, reynslu og rekstrarþætti. Þessi greining skilar niðurstöðu um hvaða leiðbeinendur koma til greina og síðan ræður faglegt mat innan RBÍ hvaða leiðbeinanda er úthlutað
Mat og úthutun á leiðbeinendum
Notaðu reynsluna
og náðu meiri árangri
bottom of page