Umsókn um liðveislu
Hér að neðan getur þú sent inn umsókn um liðveislu Með skráningu ert þú að samþykkja að fá leiðbeinanda í sjálfboðaliðsstarfi á þínu sérsviði sem þú óskar eftir, RBÍ samræmir faglega þætti í þinni beiðni um liðveislu við reynslu og þekkingu aðila sem er á skrá hjá RBÍ. Hans framlag veður algjörlega háð samkomulagi við þennan aðila um útfærslu á samstarfi og á þeim forsendum sem hann telur sig ráða við eða óskar eftir (sjá leiðbeiningar).
Leiðbeinandi frá RBÍ er eingöngu að miðla sinni reynslu og þekkingu og ber enga ábyrgð á því hvernig fyrirtækið notar ráð leiðbeinandans eða þekkingu hans. Báðir aðilar geta hætt að sinna viðkomandi liðveislu þegar öðrum hvorum hentar og fyrirtæki hefur enga kröfu á leiðbeinanda umfram það sem hann hefur ákveðið. Gerður verður trúnaðarsamningur um þessi atriði á milli aðila.