
Íslands
Reynslu BANKI
- endurgjaldslaus reynsla til ráðstöfunar fyrir þig!

Bakvarðasveitin getur verið mikill ávinningur fyrir fyrirtæki!
Hjá RBÍ eru skráðir reyndir stjórnendur með fjölbreytta rekstrarreynslu sem hentar í ólíkum rekstri og fyrirtækjum. Þessir aðilar hafa skrá sig sem bakverðir atvinnulífsins hjá RBÍ og vilja vegna erfiðrar stöðu í efnahagsmálum miðla sinni reynslu og þekkingu án endurgjalds til aðila í fyrirtækjarekstri.
Það getur skipt miku máli fyrir stjórnendur minni og meðalstórra fyrirtækja í erfiðri stöðu að fá aðgang að góðri starfsreynslu og öflugri þekkingu í rekstri.
Oft er hægt að finna góðar lausnir á vandamálum í rekstrinum sem virka. Þarna getur aðgangur að reynslu og þekkingu bakvarðasveitar RBÍ skipt sköpum.

Markaðsmál eru þættir í rekstri sem geta skipt miklu máli. Þessir þættir geta ráðið úrslitum um árangur og hvort varan/þjónustan nær fótfestu á markaði. Auðvelt er að gera mistök og þess vegna ómetanlegt að hafa góðan leiðbeinanda með reynslu til þess að finna réttan farveg.
Innflutingur á vörum byggir á þekkingu á flutningaleiðum, tollainnheimtu, skattkerfi og lagerhaldi. Það er aðgangur að þekkingu á þessu sviði hjá okkar leiðbeinendum.
Útflutningur á vörum krefst þekkingar og reynslu í alþjóðaviðskiptum. RBÍ er með á sínum snærum reynslumikla leiðbeinendur í þessu umhverfi sem þú getur fengið aðgang að.
Mannauðsmál eru stöðugt að verða mikilvægari. Að skapa réttan starfsanda er í raun listgrein sem sem grundvallast á samskiptum og viðhorfum. Árangur í fyrirtækjarekstri getur staðið og fallið með þessum málum. Þess vegna er gott að hafa á hliðarlínunni leiðbeinanda sem getur gefið góð ráð.
Til viðbótar þessu hér að ofan má nefna sérhæfðan rekstur eins og ferðaþjónustu, verslanir, veitingastaði, hótel og margt fleira.
Oft getur þurft endurskipulagningu á rekstrinum til þess að aðlaga hann að nýjum forsendum í viðskiptaumhverfi. Þetta þekkja reyndir aðilar í viðskiptum mjög vel.
Nýsköpun gerir kröfu til þess að hafa frjóa hugsun og taka tilit til margra samhliða þátta. Að hafa reyndan aðila í nýsköpun við hlið sér getur skipt miklu máli um árangur.
Fjármál eru einn erfiðasti þátturinn í rekstri fyrirtækja og gerir miklar kröfur til reynslu. Fjármögnun á grunn starfsemi, lánamöguleikar, tekjumyndun úr rekstri og margt fleira er áskorun. Reyndir leiðbeinendur geta stytt leiðina til að gera þetta rétt.
Að framleiða vöru er flókið ferli og ekki síst í frumkvöðlastarfi. Þá getur skipt öllu máli að hafa aðgang að reynslumiklum aðila sem hefur stjórnað í framleiðslu og hefur vegna reynslu sinnar og sýn til að leysa vandamálin.
